Er einhver hérna búinn að hlusta á nýja diskinn með “íslandsvinunum” (elska þetta hugtak) í Ash, Free no angels? Mér finnst þetta bara vera hinn prýðilegasti diskur, betri en síðasti diskurinn þeirra allavega (Nu-clear sounds) þó hann hafi vissulega átt sína spretti. Þetta er svona tiltölulega meinlaust poppað gítarrokk, ekki mjög krefjandi hlustun en mjög skemmtilegt engu að síður.

Það er allavega eitthvað búið að spila lögin Shining light og Burn baby burn á RadíóX þannig að einhver ætti nú að kannast við þau.<br><br>——————————
- <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)
——————————