Hvort eruði að fíla betur, textann eða melódíuna?
Sjálfur er ég 95% textamaður, en auðvitað verður lagið að hafa a.m.k laglínu hér og þar. Uppáhaldstextinn minn myndi vera Where the wild roses grow með Nick Cave&the bad seeds, en hann fjallar um mann sem lokkar unga stúlku að vatni og drepur hana þar(kanski sick komment en það er stórfurðulegt að geta gert morð svo fallegt…)
Lagið er í flutningi Nick Cave og Kylie Minogue og er á plötunni murder Ballads sem kom út 1988 (1989?)

Eftirlætis melódían mín er Ný Batterí með sigur Rós, en allt lagið er svo fallegt, líka textinn. Það lag er á plötunni Ágætis Byrjun sem kom út 1999.

Endilega látið ljós ykkar skína um uppáhalds lagið/textann/melódíuna ykkar.<br><br>I´d Like To Fly… But My Wings Have Been So Denied