Mér var að detta í hug smá hugmynd um rokk survivor hér á huga rokk áhugamálinu. Þetta mundi vera svona:

<b>2 lið sem væru að keppa um að fá fleiri stig á viku stig væru gefin fyrir:</b>
- Greinar
- Myndir
- Tengla
vefstjóri (mAlkAv) þyrfti að samþykkja allt og að það færi í gegn til þess að manneskjan eða liðið fengju stigin. Það lið sem væri síðan með færri stig eftir vikuna þarf að kjósa einhvern út úr liðinu sínu.

<b>Þegar kosið væri um hver færi út mundu gilda eftir farandi reglur</b>
- Ekki má kjósa þann stiga hæsta í liðinu eftir vikuna því hann vinnur friðhelgi
- Þegar níu eru eftir í heild mundu liðin sameinast og þurfa alltaf að kjósa einhvern út.
- Þegar tveir eru eftir kjósa allir sem voru sendir út þann sem á að vinna (ekki þann sem á ekki að vinna).
- Kosningarnar verð að vera opinberlegar á kork þá væntanlega eða í grein.
- Þegar þú kýst þá áttu eitt atkvæði og dregur það ekki til baka fyrir neinar sakir og þú verðu að kjósa einhvern.

<b>mAlkAv er guð allir gera eins og hann segir og hann mundi ákveða verðlaun fyrir sigurvegara.</b> mér dettur í hug stig eða geisladiskur (láta Japis eða skífuna styrkja eða eitthvað svona lítið og skemmtilegt.

hverjum líst á?<br><br><div align=“Right”><hr align=“Center” weight=“100%” size=“2”>
Ég á mér líka draum svo helst ekki brjóta niður sjálfsálit mitt. <a href="http://kasmir.hugi.is/Tannbursti/">Heimasíðan mín</a