Q and not U

Hljómsveit sem stofnuð var árið 2000 hefur rækilega náð að smella sér inn í Post-Hardcore eða meira reyndar indie rokk heiminn í bandaríkjunum. Hljómsveitin var stofnuð af fyrrverandi meðlimum hljómsveitarinnar Elusive, John Davis trommara, Harris Klahr gítarleikara, Christopher Richards gítarleikar og spilar reyndar líka á bassa núna þar sem Matt Borlik hætti nýlega vegna listræns ósættis.
Fyrsta platan þeirra No Kill No Beep Beep sannaði getu þeirra, og eignuðust þeir sterkan aðdáendahóp vegna stanslausra tónleika í Bandaríkjunum. Í lok ársins 2003 gáfu þeir síðan út plötuna Different Damage sem fékk mjög góða dóma en þeir voru ekkert að dunda sér við hlutina og gáfu út Power haustið 2004 og fékk hún sömuleiðis góða dóma og þykir mér hún vera með betri plötum ársins 2004.
Núna eru þið e-ð fróðari um Q and not U svo ég vona að þið kynnið ykkur e-ð með þeim.