Hin framúrskarandi og framandi rokkhljómsveit Tool er nú að gefa út sína þriðju stúdíóplötu. Plötunnar, sem hlotið hefur titilinn Lateralus, hefur verið beðið í 5 ár síðan þeir gáfu út snilldarverkið Ænima og er nú tími til komin því að hljómsveitir eins og Tool eru það sem er að halda lífi í tónlistarbransanum. Platan kemur í plötuverslanir á mánudag, þann 14. maí og það er ekki spurning um að þeir eru búnir að sjóða saman eitt gott þungmálmslistaverk. Platan inniheldur bara 9 eiginleg lög en ásamt þeim eru stuttar geðveikis-sketsur inni á milli sem þeir voru einnig með á Ænima. Þrátt fyrir að hafa svona fá lög er hún 79 mínútur og eru fjögur laganna á plötunni á bilinu 8-11 mínútur.
Undirritaður hefur heyrt 4 laganna og ég get með sanni sagt að þetta er snilld eins og hún gerist sem rosalegust.
Allir að næla sér í eintak á mánudag!