Best að bæta aðeins við þetta Ham-æði sem virðist vera í gangi þessa dagana.

Eru einhverjir fleiri á þeirri skoðun að Ham lengi lifi sé með betri tónlistardiskum sem gefnir hafa verið út? Ég keypti mér hann um leið og hann kom út nítíogeitthvað og ég held að ég geti fullyrt að ég hafi aldrei hlustað eins mikið á nokkurn íslenskan disk. Síðan bætti það ekkert úr skák þegar sjónvarpið sýndi tónleikana, sem ég tók upp og horfði á í tætlur (ekki bókstaflega þó). Var alveg ónýtur yfir að hafa ekki hundskast á tónleikana þegar þeir voru haldnir.

Síðan þá hefur mér tekist að glopra niður disknum einhvursstaðar, þannig að ef að einhver veit hvort það sé hægt að fá hann einhvursstaðar með löglegum leiðum þá endilega látið mig vita. Fyrst þetta er neyðartilfelli þá sætti ég mig líka við ólöglegar leiðir ;=).
<br><br>——————————
- Þú Frelsast ekki eftir á (TM)
——————————