Íslenska útvarpsfélagið hætti útsendingu dagskrár þriggja útvarpsstöðva klukkan 21 í kvöld. Um er að ræða stöðvarnar Skonrokk, X-ið og Stjörnuna, að því er segir í fréttatilkynningu félagsins. Þar kemur fram að ástæða lokunarinnar sé viðvarandi taprekstur um langt skeið.