Hér er grein um dúettinn Jo Jo STARS.

Jo Jo STARS er dúett sem er samansettur af þeim félögum Hrafnkatli Sigurðssyni(söngur) og Bjarna Guðmundssyni(kassa-gítar). Þeir hófu starfsemi sinni á Hellu eftir að hljómsveitin Sjálfvirku Tannburstanir(sem þeir voru báðir í) frá Hvolsvelli leistist upp vegna deilna innan bandsins. Þeir fengu sitt fyrsta tækifæri í heimabæ sínum Hellu, á vorhátíð grunnskólans þann 24. apríl árið 2001. Þar sungu þeir og spiluðu sitt fyrsta fumsamda lag, lagið Enginn skóli, enginn grátur. Textinn var eftir þá en lagið var No woman, no cry eftir Bob Marley. Þetta lag fékk hreint ótrúlegar viðtökur hjá áhorfendum og urðu þeir stjörnur Hellubúa á einu kvöldi. Næsta verkefni var árshátíð Grunnskóla Hellu, Hvolsvallar og Laugalands og var hún haldin á Laugalandi. Ekki fengu þeir eins góðar viðtökur þar en þeir létu ekki bugast. Nokkrum vikum síðar gáfu þeir félagar út plötuna “The little stars behind the mirror in the dark room”. Þessi plata var aðeins seld í takmörkuðu upplagi og kostaði eintakið 500 kr. Þrátt fyrir mikil vonbrigði á árshátíðinni rokseldist diskurinn. Hann er ennþá seldur og fyrir ykkur sem viljið kynna sér málið ættuð endilega að senda þeim póst. Netfangið er <jo_jo_stars@hotmail.com> Þeir sem vilja sjá næsta konstert ættuð að mæta í íþróttahúsið á Hellu þann 17. júní næstkomandi.

Takk fyri
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)