Ég ákvað að kíkja á keppnina í gær og ég verð bara að segja að ég er ekki par sáttur við úrslitin.
Lights on the Highway vann þessa blessuðu keppni. En ég verð bara að segja að mér fannst hún ekki koma sterkust inn. Tónlistin þeirra var allt of týpisk fannst mér.
Ég hefði viljað sjá The Telepathetics komast áfram. Þeir voru mjög skemmtilegir.
Benny´s Crespo gang voru líka mjög skemmtilegir, fyrsta lagið þeirra var mjög gott.
A living lie voru líka mjög hressir, skemmtileg sviðsframkoma.
En Pan voru ekkert að virka á mig, mér fannst þeir virka eins og þeim leiddist uppá sviðinu.
En þetta er bara mitt álit, eins og ég sagði þá hefði ég viljað sjá The Telepathetics komast áfram en maður er oftast ósammála dómnefndum.
En hvað finnst ykkur um úrslitin, það væri gaman að sjá hverjir eru sáttir og ekki..