Kannast einhver við hljómsveitina The Tea Party?

Ég er í Bandaríkjunum núna og vinkona mín frá Kanada kynnti mig fyrir þessari hljómsveit. Hún er greinilega ótrúlega lítið þekkt fyrir utan Kanada nema þá helst í Ástralíu, sem mér finnst stórsynd. Ég hafði allavega aldrei heyrt um hana áður.

En í stuttu máli sagt er þetta fáránlega góð hljómsveit, erfitt að skilgreina hana, nokkurs konar samblanda af rokki, alternative, metal, occult og fleira, og í raun akkúrat tónlist eins og vinir mínir myndu hlusta á, en ég kannast ekki við að neinn þekki hana.

Svo ef einhver hefur heyrt um þessa hljómsveit, vinsamlegast látið mig vita, og fyrir alla aðra vil ég mæla eindregið með að þið kynnið ykkur þessa hljómsveit.
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!