Nú er ég búinn að hlusta nokkrum sinnum á Yoshimi Battles the Pink Robots með The Flaming Lips og hún fer bara batnandi. Nú er það orðið að spurningu hvort Yoshimi eða The Soft Bulletin er betri.

Það er synd að ég skuli ekki þekkja The Flaming Lips betur og ekki hlustað af meiri athygli á The Soft Bulletin, báðar þessar plötur eiga hæstu einkun skilið og maður ætti að vera að leggjast í Yoshimi hlustun til að skrifa grein um það snilldarverk. Mjög mögulega ein besta plata ársins, a.m.k. m.v. það sem ég hef heyrt.<br><br>“My own opinion is that belief is the death of intelligence. As soon as one believes a doctrine of any sort, or assumes certitude, one stops thinking about that aspect of existence.” - Robert Anton Wilson, Cosmic Trigger, Volume I: Final Secret of the Illuminati

Viltu lesa meira af <a href="http://thisgeeksworld.blogspot.com“target=”blank">nöldrinu</a> mínu?