Djöfull er ég fúll út í tónlistargeirrann. Þann sem er á yfirborðinu þ.e.

Það er varla fyrr en á þessu ári sem ég er að fatta að fylgjast rækilega með indie geiranum og ég uppgötva hvert bandið á fætur öðru. Það er ekki eins og ég sé að uppgötva eitthvað nýtt, sumir listamennirnir eru búnir að vera að gefa plötur út hljóðlega (pardon the pun) í tæplega áratug jafnvel!

Maður finnur hvert bandið á fætur öðru sem er í mjög takmarkaðri spilun en að sjalfsögðu(!?) að gera miklu betri hluti en þessar tískuhljómsveitir sem tröllríða útvarpi í dag.

Sorry… varð að fá smá útrás. Fattaði að Modest Mouse hafði gefið út helling af plötum síðan fyrir miðjan síðasta áratug og ég vissi ekkert hver þeirra ætti að fara inn á VIP óskalistann… :/<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints