Hæ allir rokkara!

Ég hef verið að hlusta á rokk í 20 ár, Deep Purple, Queen, Rush, Yes, David Bowie, Jethro Tull, Genesis, Peter Gabriel, Pink Floyd, King Crimson, Þursaflokkurinn, Frank Zappa, Radiohead.

Þetta er hnotskurn það sem ég hef verið að hlusta á síðustu 20 ár, upp á síðkastið hefur rokkáhugi minn kveiknað svo um munar, sem er frábært, en vandamálið er að finna nýtt ferskt rokk.

Ok, ég hef náð í stuff á netinu og sumt af því er jafnvel gott, en það er bara svo mikið af drasli í gangi, þannig að það er erfitt að þræða framhjá því öllu.

Spuring mín er: Getur einhver bent mér á góð rokkbönd!

Það sem ég hef verið á ná í á netinu (og fíla) er bönd eins og Chavez, Mr. Bungle, Polvo, Slint, Turing Machine, Trans Am, Fugazi.

Siffvilnius