grunge rokk hefur ekki verið spilað mikið af íslenskum sveitum upp á síðkastið sem er í rauninni synd og skömm. En þrátt fyrir það stingur ein og ein sveit með þann tónlistarstíl upp kollinum en af einhverjum ástæðum eru allar þær sveitir rakkaðar niður og settur á þær svokallaður Nirvana-ripoff stimpill hversu ólíkar Nirvana þessar sveitir séu. Til dæmis Noise sem er mjög efnileg grunge rokk sveit sem byrjaði reyndar dálítið líkt Nirvana en þeir eru búnir að þróast mikið og eru alls ekki líkir fyrirmynd sinni lengur. Þeirra tónlist er miklu þyngri og í rauninni allt öðruvísi. Samt í hvert einasta skipti sem þeir koma fram er sagt að þeir séu nákvæmlega eins og Kurt og félagar sem er algjört rugl.Svo virðist sem íslenskt tónlistarlíf sé smá saman að eyða grunge rokki. Er þetta nútíminn?