Það er búin að vera mikil umræða í gangi um að unglingar nú til dags séu mjög ósjálfstæðir þ.á.m. í tónlist. Við séum s.s. ekki að gera neina nýja hluti heldur séum bara að gera það nákvæmlega sama og unglingar fyrir 10-20 árum síðan voru að gera. Ég persónulega skil ekki hvað fólk er að væla þar sem að fólk byrjar alltaf að væla ef að við förum að gera eitthvað nýtt þá verður allt brjálað.(Sjáið bara þegar að Hip-Hopið og af fullum krafti og allir byrjuðu að kaupa sér alltof stór föt þá urðu foreldrar og fleiri alveg brjálaðir). Og mér finnst það bara fáránlegt ef að fólk ætlar að fara að rífa sig aftur núna! En þetta virðist vera eitthvað í eðli foreldra að þurfa að stressa sig svo að ég ætla bara að sætta mig við það. En er það satt sem að fólk er að segja að við séum ófrumleg?? Ég veit að það á við um mig en hvað með aðra??

-Dice