Jæja best að nýta þennan ágæta kork aðeins betur.

Ég nefndi það í Weezer greininni sem ég skrifaði um daginn að drengirnir stefndu að því að láta ekki önnur 5 ár líða á milli platna, og svo virðist sem þeir ætli að standa við það. Var að lesa það á weezer.net að þeir hefðu skroppið í stúdíó þegar þeir áttu tónleikalausan frídag og tekið upp demó með 12 nýjum lögum á 10 klukkutímum (sem mér skilst að sé alveg þokkalegur upptökuhraði). Þetta eru náttúrulega ekki tilbúnar útgáfur sem fara á endanlegu plötuna, en það er gott að vita til þess að þeir séu með meira í bígerð. Rokk og ról.<br><br>——————————
- <a href="http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Þú Frelsast ekki eftir á</a> (TM)
——————————