ég tók þátt í músíktilraunum og lenti á úrslitakvöldi. Ég komst að því að það var haugur að góðum böndum sem að voru þarna. Að mínu mati voru þó anonymous, halim og noise bestir. En það er eitt í sambandi við þetta sem ég er alls ekki sáttur við, það er hljómsveitin Andlát. Plúsarnir þeirra voru textasmíði (þó að maður hafi nú ekki heyrt þá, þá náði maður samhenginu) og þéttleiki. Mér finnst synd að Noise hafi ekki hyrt sæti og mér finnst ennþá meiri synd að Andlát hafi unnið. Andlát eru góðir í því sem að þeir eru að gera en það sem þeir eru að gera höfðar til svo fárra að það er synd að vera að láta þá vinna músíktilraunir. Hvað er ykkar álit??