Færeysku hljómsveitirnar Speaker og 48 Pages leika fyrir Íslendinga föstudaginn 23. Júlí í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5 ásamt íslensku rokksveitunum Lada Sport og bob.
Tónleikarnir hefjast kl. 8 og er frítt inn, enda vita nú flestir að rokkið er góðvinur fátæka mannsins til margra ára.

Speaker og 48 Pages voru núna nýlega að gefa út live plötu í Færeyjum ásamt tveimur öðrum hljómsveitum þaðan og ber gripurinn nafnið Ampaljóð. Platan þykir afar góð og hefur selst mjög vel þar í landi.

Speaker er hljómsveit sem hefur verið til í rúmt ár og hefur vakið þónokkra lukku í Færeyjum.Tónleikar sveitarinnar þykja með eindæmum skemmtilegir og er mikið um kómík og annarsskonar
fjör. Speaker leikur rokkmúsík með áhrifum frá hinum ýmsu áttum, á borð við fönk, blús og “alternative”.

48 Pages er band í þyngri kantinum og að eigin sögn blanda þeir einnig latino pönki inn í rokkið. Ekki slæmt það. Það er víst einnig mikil sjón að sjá þessa hljómsveit á sviði.

Ég hvet því alla til þess að nýta sér tækifærið og sjá þessar spennandi hljómsveitir leika fyrir trylltum dansi þar til húsið hrynur.

Sjáumst þar!