Jæja, það er hægt að byrja á því að segja að Nirvana var líklega ein af áhrifamestu hljómsveitum heims og er líklega aðeins enn. En Nirvana voru ekki þeir sem byrjuðu á “grungeinu” heldur voru það Alice In Chains, Nirvana gerðu það einfaldlega bara vinsælt. Og Nirvana komust ekki á topp sinnar frægðar eftir að Kurt Cobain dó, þeir voru ansi hátt uppi þegar þeir sendu út frá sér plötuna Nevermind sem af mörgum er talin vera frekar “poppuð” miðað við annað efni sem þeir sendu út frá sér. En það er satt, Dave og Krist voru algerlega í skugga Kurts og var það líka með réttu, því að ef Krist Novoselic eða Dave Grohl hefðu verið forsprakkar þessarar hljómsveitar þá hefðu hún líklega ekki verið eins fræg, því að hún varð að sumu leyti mjög fræg vegna hve sérstakan persónuleika Kurt hafði.. En í raun er ekki hægt að leyfa sér að segja að þessi hljómsveit muni gleymast innan fárra ára því að þá væri hún líklega gleymd þar sem að Kurt drap sig 1994 og Dave er að gera það mjög gott með Foo Fighters en samt er alltaf sagt þegar talað er um hann, “Þú veist trommarinn í Nirvana, Dave Grohl!”.. Þess vegna vil ég enda þennan pistil á því að segja við þá sem fíla ekki Nirvana að eiga það fyrir sjálfan sig því að það er leiðinlegt að gera sig að fífli með því að tala illa um þessa hljómsveit.