Sæl verið þið.

Mig langaði bara að setja ínn nokkrar hljómsveitir sem ég mæli með … svona ekki stór nöfn … en frábær músík :

* Death Cab for Cutie : Róleg og góð rokksveit með frábærum melódíum…róandi rokk.

* Múm ; Íslendingar , bestir í öllu…. frábær hljómsveit…veit ekki alveg af hverju ég hef ekki kynnst þessu fyrr..róandi og sefandi.

* Tim Christensen ; Danskur lagasmiður og söngvari af bestu gerð. Rólegar rokkballöður í miklu uppáhaldi hjá mér.

* Kings Of Leon ; Þéttir og góðir rokkarar, og verða á Keldunni !! yeah baby :)

* Manic Street Preachers ; Ég veit að þeir eru nú engin unglömb…en mér finnst hún vera mjög vanmetin þessi hljómsveit, mörg af þessum lögum eru í miklu uppáhaldi; dæmi; Kevin Carter,Tsunami,Ocean Spray.

* Kitty Wu ; Kynntist þessum eftir að þeir hituðu upp fyrir Muse hérna á tónleikum í Stokkhólmi. Danskir rokkarar…frábær lög með þeim ; dæmi; Eva Braun, This building is on fire.



… Já þetta eru nokkur dæmi um ágætis músík alveg hreint. Mæli með því að dæla þessu frá Dc++ , stórgóðar hljómsveitir allt saman.
Ég afsaka ef þessi póstur er tilgangslaus ;)

Stockholmarinn !!