Núna áðan fékk ég mail frá Concert.is sem hljóðaði svona …

“CONCERT VINNUR AÐ AUKATÓNLEIKUM MEÐ DEEP PURPLE
Þúsundir óánægðir vegna þess að þeir náðu ekki miðum

Á föstudaginn seldust miðar á Deep Purple upp á innan við klukkutíma.
Þetta
voru viðbrögð sem komu jafnvel hörðustu Deep Purple aðdáendum í opna
skjöldu.
Þrátt fyrir það að um það bil 5300 miðar séu nú seldir er ljóst að
áhuginn á miðum
er ennþá fyrir hendi og til marks um það þurftu yfir eitt þúsund manns
að fara
miðalausir frá Hard Rock Café á föstudag.

”Við vinnum nú hörðum höndum að því að ná aukatónleikum með sveitinni.
Þetta
er nú eitthvað sem við áttum ekki von á en ljóst er af netpóstinum sem
okkur berst að
við gætum líklega bætt við tveimur aukatónleikum!“ segir Einar
Bárðarson hjá
Concert ehf.

Það kemur í ljós á miðvikudag hvort Concert nær öðrum tónleikum en þá
verður
send tilkynning á póstlista fyrirtækisins.

Auka tónleikarnir verða þá annaðhvort 23. eða 25. júní í Laugardalshöll.

Bestu kveðjur

CONCERT EHF
Bankastræti 11
101 Reykjavík
Netfang: einar@concert.is
www.concert.is”

Þannig við sem stóðum uppi miðalaus eigum kannski ennþá séns á að komast á Deep Purple :)

Spurningin hvort maður dragi ekki múttu með og fái hana til að rifja upp æskuminningar með því að hlusta aftur á uppáhalds bandið sitt frá yngri árum ;)