Djók, það er búið að ákveða að gera kvikmynd um Grunge bylgjuna sem byrjaði í Seattle árið 1991. Myndin átti upprunalega að vera um Nirvana, en vegna samsæriskenninguna um dauða Kurt Cobain og samband hans við Courtney Love var ákveðið að hætta við að fjalla hana um Nirvana. Kvikmyndin mun heita “Last Days” og er um Grunge rokkhljómsveit frá Seattle (sem er óvenju lík Nirvana) sem reyna að meika það í grunge byltingunni. Gus Van Sant mun leikstýra myndina og skrifa handritið en Gus vann Cannes verðlaunin sem besti leikstjóri nýlega fyrir myndina Elephant. Hann hefur einnig verið tilnefndur til óskarsverðlaun fyrir besta leikstjórn fyrir myndina Good Will Hunting. Aðrar myndir sem hann hefur gert eru My Own Private Idaoh með River Phoenix og Drugstore Cowboy með Matt dillon