Fyrir ykkur sem er ekki sama….

Miðvikudagskvöldið 17.Mars verða haldnir tónleikar kl.21 á Grand Rokk.Hugmyndin að þessum tónleikum kveiknaði eftir mikla umræðu í fjölmiðlum um slæma framkomu í garð einstaklings með þroskahömlun. Vonum við að sem flestir standi með okkur og sýni það í verki að svona framkoma og fordómar gagnvart þeim sem minna mega sín er ekki liðinn á Íslandi í dag. Hljómsveitirnar sem koma fram eru Jan Mayen, Lokbrá, Ríkið og Æla. Aðgangseyrir er 500 kr og rennur ágóðinn óskertur til Landssamtakana Þroskahjálp.