Tekið af vef mbl.is

Kurt Cobain, söngvari hljómsveitarinnar Nirvana sem framdi sjálfsvíg fyrir tæpum tíu árum, hafði í huga að hætta í Nirvana að því er fram kemur í frétt BBC. Cobain hugðist ganga í hljómsveitina Hole, sem kona hans, Courtney Love lék með að því er fram kemur í viðtali við Cobain sem ekki hefur áður veri sýnt. Í viðtalinu segir Cobain að honum finnist hljómsveitin Hole eiga betur við sig.
Í því ræðir Cobain einnig um að sig langi til þess að semja meira af tónlist sem leikin er á órafmagnaðan hátt. Hann segist jafnfram vilja draga sig í hlé frá grunge (grugg) rokki.

„Það gæti verið gaman að byrja að leika á kassagítar og að aðrir færu að líta á mig sem söngvara og lagahöfund, fremur en gruggrokkara,“ er haft eftir Cobain í viðtalinu.

„Ég gæti setið á stól og leikið á kassagítar eins og Johnny Cash eða eitthvað og það verður ekki hugsað sem grín,“ sagði Cobain jafnframt í viðtalinu.

David Grohl og Krist Novoselic, sem voru með Cobain í Nirvana, hafa átt í ýmiss konar deilum við Courtney Love, eftir dauða Cobains, meðal annars um höfundarrétt á lögum hljómsveitarinnar og höfundarlaun vegna laga Nirvana.

Grohl stofnaði hljómsveitna Foo Fighters en Novoselic hefur unnið að ýmsum verkefnum á tónlistarsviðinu eftir að Nirvana hætti.

****************************************************************
Langaði bara að deila þessu með ykkur

Ég hefði verið til í að heyra meira af Kurt með kassagítarinn að hendi, það hefði verið frábært. Það hefði verið skemmtilegt að sjá hvernig hann hefði spjarað sig þannig.