Allir þeir sem voru á tónleikunum í Hinu húsinu þann 29 jan. ættu að vita hvað ég er að tala um. Í fyrsta lagi var einhver bið eftir því að þeir voru tilbúnir að spila og síðan kom ,,góður kafli" þar sem þeir allavega náðu að sýna sitt rétta andlit, þangað til að kafli með hljómborði í laginu fór alveg í hundana, þar sem að tæknikallinn í húsinu hafði gleymt að kveikja á hljóðnemanum og hljómborðinu þannig að það heyrðist ekkert í söngvaranum, slæm mistök hjá tæknikallinum ! Trommur fóru í hjakk. Síðan kom eitthvað mjög skrýtið upp þar sem að þeir náðu aðeins að spila svona 15 sekúndur af einhverju lagi og þá gafst trymbillinn upp, af tæknilegum örðugleikum, held ég ! :/
Þá gáfust þeir loks upp á þessu og hættu eftir að hafa reynt að spila lagið svona 4 sinnum. Það sama virtist vera upp á teninginn á seinni tónleikum þeirra seinna um kvöldið sem ég veit ekki hvar voru haldnir ! Þar var eitthvað að bakröddum og flinki sem var á bandi og einhver bassasnúra..ég heyrði það allavega.

Allavega ekki gott hjá Amos, svona kannski 2/3 gott, en ekki meira. En þar sem Hitt Húsið gerir marga góða hluti, þá var þetta ekki þannig MAJOR truflun,einungis smá tæknilegir örðugleikar.<br><br><b>_germani</
_germani