Góðan dag, okkur í hljómsveitinni Palindrome vantar bassaleikara, við erum tveir fyrir, trommari og gítarleikari og söngvari og við erum fæddir 85. Hljómsveitin hefur verið til í rúmt ár og er með fullt af frumsömdu efni. Maggi á trommur hefur spilað í u.þ.b. 11 ár og ég, Guðjón á gítar í u.þ.b. 5 ár og kunnátta þyrfti að vera í einhverju samræmi við það.

Viðkomandi þarf að kunna á og eiga bassa (eða vera tilbúinn að kaupa sér, t.d. ef hann hefur hingað til bara spilað á gítar) og geta sungið bakraddir.

Ef þú hefur áhuga geturðu haft samband á plazebo@hotmail.com og væri gott ef þar kæmu fram upplýsingar um:

Hversu lengi þú hafir spilað á bassa/gítar, jafnvel einhver önnur hljóðfæri ef svo er
Uppáhaldshljómsveitir
Hvort þú hafir farið í tónlistarnám (ekki endilega nauðsynlegt)
Almennar upplýsingar, aldur, skóli/vinna, bílpróf, hvar þú býrð og svoleiðis.
Hvort þú ert í hljómsveit (við myndum ekki ráða neinn sem er virkur í annarri hljómsveit nema hann hyggist segja skilið við hana)

Við svörum öllum fyrirspurnum og ef okkur lýst vel á bjóðum við þér að kíkja á æfingu :)<br><br><font color=“#FF0000”> <a href="http://www.plazebo.blogspot.com“>bloggið mitt</a></font>
<font color=”#FF0000“><a href=”http://www.palindrome1.blogspot.com">hljómsveitin mín</a></font