Hó hó hó Gleðileg jól

Ég fékk Foo Fighters DVD í gjöf, einmitt eitt af því sem var á óskalistanum. Var svo að tjekka á honum núna rétt áðan. En ég er dálítið vonsvikinn. Af því sem mér skildist, af auglýsingum fjölmiðla, sérstaklega útvarpsstöðvarinnar X-ið, var að diskurinn væri uppfullur af off-stage senum, baksviðs senum og hálfvitagangi hljómsveitarmeðlima.
Einnig var ítrekað auglýst með stolti að tónleikar FF manna í höllinni væri á dvd-disknum. Já, en audio upptaka ásamt photo-gallery from all over the world er það sem boðið er uppá. Það er ekki sýnt frá tónleikunum. Þessi audio-upptaka er rugl, hverjum er ekki sama.
Hlutir sem hljómsveitin væri að gera off-stage og Höllin voru svona topp 2 ástæðurnar fyrir því að þessi dvd-diskur var á óskalistanum mínum. Það er ekki einu sinni hægt að hafa enskan texta. Sem er að mínu mati gott að hafa þegar maður vill geta lesið texta-smíðar hljómsveitar. Það er á Rage Against the Machine, Battle of Mexico og sá diskur er geðveikur.

Gleðilega hátíð
kveðja SnoopDogg