Muse spilaði í gærkvöldi í troðfullri Laugardalshöll og var stemningin gríðarleg. Mínus byrjaði á að hita upp og voru þeir mjög góðir. En soundið hjá þeim var ekki nógu gott. Þegar Muse byrjaði að spila var ólýsanleg stemning í húsinu. Flestir sungu með og var hljóðkerfið algjör snilld. Mér finnst alveg magnað að þeir geti verið þrír í þessari frábæru hljómsveit, fyrst þegar ég heyrði í þeim hélt ég að þeir væru að minnsta kosti fimm. Þeir voru alltaf að skipta um hljóðfæri. Síðasta lagið sem þeir tóku var Stockholm Syndrom og hélt ég þá að gólfið mundi brotna.
Snilldar tónleikar, vona að þeir komi aftur.