Þarf maður að vita allt um tónlistina sem maður er að hlusta á ?

Nú hlusta ég mikið á tónlist, það sem er aðalega á núna er MUSE en hvað um það.. tökum samt MUSE sem dæmi, nú elska ég Muse finnst þetta geðveik tónlist en samt veit ég ekki mjög mikið um hana. Ég veit jú að söngvarinn heitir Matt Bellamy (eða Matthew Bellamy) og hann spilar líka á gítar og hljómborð. En ég veit ekki hvað hinir heita.. ég tel mig samt vera Muse fan, þrátt fyrir að vita ekki hvenær hún var stofnuð (veit samt að þeir tóku upp nafnið Muse 1997 :o) er ég þá ekki alvöru fan ?? Þarf alvöru fan að vera með allar heimildir um Muse á hreinu, geta þekkt það að þessi og þessi byrjuðu með bandið og fengu svo þennan með sér… Að mínu mati er þetta ganglaus vitneskja, ef maður tónlistina þá er maður fan (maður er ekki fan samt ef maður fílar Bliss og finnst Matt sætur! =)

Margir hafa böggað þá sem ganga um í nirvana bol og vita ekki einu sinni hver Kurt Cobain er.. en af hverju? Kannski hefur hann/hún hlustað á diska með Nirvana og finnst lögin góð, þarf ekki að vita ævisöguna um hljómsveitina. En þetta er mitt mat =/