Dc++ er hlutur sem ég hef mikið pælt í . ég hef notað meiraðsegja sjálfur þetta til að sækja mér allskonar drasl. . .

en hvar eru siðferðismörkin.. nú er ég í hljómsveit, og flestir ef ekki allir vinir mínir líka..

er rétt að download-a íslenskri tónlist á þessu helvíti? mér finnst það ekki! algerlega óheiðarlegt.. þá sérstaklega ef sá aðili er sjálfur að gefa út tónlist.

ég sá þetta nebbla þegar ég varað krúsa hérna. og finnst mér þetta satt að segja alveg útí hött..
“Re: Noise
Fleebix þann 11. nóvember - 01:16
ég hef svo algerlega engan áhuga á þessari sveit, aðallega þökk sé ógurlegu poti vina og supposed umba þeirra til prómóteringa. Ég sæki mér diskinn á dc og tékka á honum þannig.”

Mér finnst að það ætti að loka fyrir þetta! Þetta er bæði óheiðarlegt og ólöglegt. Ég meina , ef þið viljið hlusta á tónlistina ..farið útí búð og styrkið þessi bönd sem eru að eyða sínum síðustu krónum til að gefa út plötu.

Þetta er bara spurning um siðferði.. og ekki gjöra öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir gjöri þér. .. svo sagði víst Jesú. Alger vitleysingur og´líklegast spuni frá rótum en átti nokkra svona gullmola

hugsið um þetta
ekki downlóda íslenskri tónlist sem hefur verið gefin út !!
styrkjum og eflum íslenska tónlist… ekki rífa hana niðu