Kóparokk var haldið í gær í félagsmiðstöðinni Ekkó í Þingholtsskóla. Þar stigu á stokk nokkrar athyglisverðar hljómsveitir. Fyrsta hljómsveita á svið var Gaur, góð hljómsveit með góða hljófæraleikara. Síðan komu einhver léleg bönd sem ég nennti ekki leggja á minnið. Svo eftir öll þessi leiðinlegu bönd kom Amos úr Breiðholtinu. Þetta er óvenju þroskuð og góð sveit sem hefur fundið sinn stíl. Næst voru sveitirnar Hyldýpi og Heimskir synir á svið´og tóku eitt lag saman, ekki skemmtilegt special <Hýldýpi sem voru bara leiðinlegir, vona að þeim gangi betur. Síðan kom sprengjan,,Taðpokarnir lítt þekkt sveit úr Kópavogi. Þeir tóku 3 lög JAkob, Kalla kanínu og Rubby Ducky. áhorfendur tóku þeim vel enda ekki von mjög góð sveit sem á framtíðina fyrir sér. Svo voru Búdrýgindi og þeir enduðu tónleikana eins og þeim er lagið. Í heildina voru ekki nógu mörg bönd sem stóðu sig vel en böndin Amos, Taðpokarnir og Gaur voru langbestar.
Ingvi Þór