=-SOAD-=

Hljómsveitin samanstendur af þeim Serj Tankian (söngvari), Daron Malakian (gítar), Shavo Odadjian (bassi) og John Dolmayan (trommari). Tankian, Malakian og Odadjian spiluðu first saman 1993 undir nafninu Soil. Þeir breyttu síðan nafninu í System of a Down 1995 og Dolmayan gekk í hópinn. Tankian og Dolmayan eru báðir fæddir í Líbaníu og Odadjian er fæddur í Armeníu. Þeir falla í raun ekki undir neinn sérstakan metal hóp, enda er mikil fjölbreytni í þeim bransa í dag og endalaust verið að reyna að flokka og skipta helstu hljómsveitunum niður. Tónlistin þeirra er hins vegar sambland af metal, áhrifum frá A-Evrópu og trimbal-ritma. Reynt hefur verið að líkja þeim við hljómsveitir á borð við Korn, Deftones, Snot o.fl. vegna þessa alternative metal ímyndar. Sjálfur tel ég þá líkjast Korn að miklu leyti hvað varðar stíl og sánd, þótt það virðist ekki í fyrstu. Þetta er svona pönk-rokk ,Þrátt fyrir að vera fullir af reiði og nokkuð pólitískir (þá reiði gagnvart yfirvöldum) þá eru þeir með skemmtilegan húmor í lögum sínum og eiga eftir að ná enn lengra en þeir eru staddir nú. Fáir geta skellt öllu þessu saman; reiði, pólitík og húmor í einn hrærigraut og fengið jafn frábæra útkomu og þei