
osbourne
Nýjustu fréttir af litla viðrininu henni Kelly Osbourne eru víst þær að nú hefur stúlkan fengið hlutverk í kvikmyndinni “Live Freaky, Die Freaky” sem að verður víst hálf teiknimynd og hálf brúðumynd með allskyns rokkstjörnum í aðalhlutverki. Í myndinni koma fram meðlimir hljómsveita á borð við A Perfect Circle, Rancid, AFI, Green Day, Blink-182 og L7. Myndin er framleidd af engum öðrum en ofurpönkaranum Tim Armstrong en hann er þekktastur fyrir störf sín með hljómsveitunum Rancid og Transplants.