Saga Queen
Queen var stofnuð í apríl 1970 af Freddie Mercury, Brian May og Roger Taylor. Hljóðfæraskipan var til að byrja með þannig að Freddie söng og spilaði stundum á píanó, Roger spilaði á trommur og söng líka með, Brian spilaði á gítar og söng síðan líka með. Þeir voru samt bassaleikaralausir þangað til í janúar ’71 því að þá kom John Deacon sterkur inn og fékk samstundis stöðu sem bassaleikari Queen. Fyrsta plata Queen var tekin upp 1971-72 og síðan gefin út í júlí 1973, hún var kölluð Queen. Queen II kom síðan út snemma árs 1974 og þar var kominn fyrsti smellur Queen, Seven Seas of Rhye. Queen hlaut silfurplötu fyrir Queen II. Sheer Heart Attack kom út í nóvember 1974. Fjórða plata Queen, A Night at the Opera innihélt lagið Bohemian Rhapsody sem hefur oft verið valið besta lag allra tíma. 1976 átti Queen að koma fram í sjónvarpi en þeir komust ekki svo að EMI sendi Sex Pistols í staðinn (þeir voru alveg nýir þá) og urðu þeir þá frægir. Pönkið var komið af stað og Queen var stimpluð “búin að vera”, Queen brást lítið við, eina sem hægt er að sjá að hafi komið í kjölfar pönkhættunar er að þeir settu gamla lagið Sheer Heart Attack á nýjustu plötu sína News of the World. Ef maður heyrir lagið Sheer Heart Attack þá gæti maður haldið að það hefði verið samið fyrir áhrif frá pönkinu en í raun var lagið samið á sama tíma og platan Sheer Heart Attack var tekin upp.
Fengið af íslensku Queen síðunni, slóðin þangað er: http://frontpage.simnet.is/oligneisti/queen/index1.htm