Forsprakki hljómsveitarinnar Nirvana, Kurt Cobain, fæddist þann 20. febrúar árið 1967 í bænum Hoquaim. Hann var söngva-, laga- og textasmiður og gítarleikari Nirvana, einnar mestu rokksveitar allra tíma. Móðir hans var gengilbeina en faðir hans bifvélavirki. Fjölskyldan fluttist síðan til bæjarins Aberdeen. Þegar Kurt var aðeins 7 ára skildu foreldrar hans. Hann náði sér aldrei eftir skilnaðinn. Hann varð ófélagslyndur og erfiður viðfangs. Eftir skilnaðinn var Kurt á flakki milli ættingja sinna og á tímabili bjó hann undir brú. Á þessu tímabili kynntist hann Krist Novoselic. Þeir höfðu mikinn áhuga á breskri tónlist og stofnuðu margar hljómsveitir áður en Nirvana kom til sögunnar. Í fyrstu spilaði Krist sem gítarleikari og söngvari í hljómsveitunum en Kurt á trommur, en hinn fyrrnefndi færði sig yfir á bassa og Kurt varð söngvari en sá sem tók við trommunum hét Dave Grohl og var lengst af trommuleikari Nirvana þó að Nirvana átti svo sannarlega miklum vinsældum að fagna. Þeir félagarnir þrír ferðuðust um og spiluðu lög sín við frábærar viðtökur. Söngvarinn Kurt hafði alltaf þjáðst af þunglyndi. Vinsældir Nirvana náðu hámarki þegar platan Nevermind kom út og hafði hún að geyma lög á borð við Polly, In bloom, Lithium og vinsælasta lag þeirra fyrr og síðar, Smells like Teen Spirit. Einhvern veginn naut Kurt þess ekki jafn vel að vera í sviðsljósinu og hinir tveir. Og í águst 1994 fannst hann látin á heimili sínu í Seattle. Enginn veit enn hvort hann framdi sjálfsmorð því sumir eru á þeirri skoðun að þarna hafi ekki verið um sjálfsmorð að ræða. Um þetta og fleira er fjallað í heimildarmyndinni Kurt og Courtney. Nirvana hætti sama ár.