Ég er vaki ansi mikið á næturnar, einskonar næturhrafn ef þú vilt.

En allavega þegar að dagskráin á stöð 2 er búin þá kemur popp tíví, og mikið gasalega er það leiðinleg stöð en ég ætla ekki að fara út í það núna.

Það er hinsvegar eitt mjög skemmtilegt myndband sem er oft sýnt á popptíví og mtv og öllu þessum stöðvum.. og það er myndbandið með Junior senior við lagið Move Your Feet. Þetta lag er líka svo ótrúlega djollí og fáránlegt að ég fer í gott skap við að hlusta á það, sérstaklega eftir að hafa séð myndbandið.. myndbandið er bara eftir einhverja sýruhausa.. þetta er um ekkert og bara alveg fáránlega fyndið :) Horfið á það.

Mér finnast lög á popptíví og svona stöðum aldrei skemmtileg, en Guð minn góður hvað mér finnst þetta djollí :)<br><br><a href="http://www.draumaheimur.blogspot.com“>Bloggið mitt</a>
<a href=”http://kasmir.hugi.is/brazen">Kasmir síðan mín</a