Mér langar bara að benda á það að tónlist getur verið pólitísk en er síður en svo eins og ríkisstjórn þar sem fáir ráða. Ég vona a.m.k. að fólk geti gefið út sína tónlist án mikilla vandræða og komið sínu á framfæri í framtíðinni. Þess vegna á hvaða tónlistarstefna sem er rétt á sér og ég hef ekki tekið eftir því að einhver tónlistarstefna ráði yfir annarri eða einhver sé dauðari en önnur eða alveg steindauð. Tískubylgjur koma og fara og fólk hlustar á það sem vill hlusta á þó sumir leitast við að hlusta frekar á eitthvað svipað og náunginn. En ég vil svo benda á að þessi könnun sem er í gangi gefur manni ekki mikið af valkostum og gerir einhvern vegin ráð fyrir að annað hvort rokk eða hip hop sé í gangi og gefur ekkert þar á milli eða að djass sé framtíðin. Ég vona að fólk hlusti á það sem það vill hlusta á og festi sig ekki í einhverju sessi þar sem því finnst það þurfa að taka öfgafulla skoðun.