Hljómsveitin Ensími var stofnuð árið 1996 af þeim Jóni Erni Arnarsyni og Hrafni Thoroddsen.
En hljómsveitina Ensíma skipa nú þeir:
Hrafn Thoroddsen - Söngur/gítar
Guðni Finnsson - Bassi
Franz Gunnarsson - Gítar/Söngur
Jón Örn Arnarson - Trommur
Kristinn Gunnar Blöndal - Hljómborð
Til af fá svona smá hugmynd um hverjir þessir menn eru og hvaðan þeir koma er vert að nefna að áður en Ensími “fæddist” voru
Hrafn og Jón Örn í bandinu Jet Black Joe. Franz var í Quicksand Jesus, Dr. Spock og In memoriam. Guðni vann með Möggu Stínu,
Lhooq og Funkstrasse. Svo að þarna voru greinilega þaulvanir menn á ferð!
Eftir nokkurn tíma saman tóku þeir að þróa sinn eigin stíl og þeir gáfu snemma út efni. Fyrsta plata þeirra var platan -Kafbátamúsik- en hún
var gefin úr árið 1998 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Hljómsveitin var einmitt valin efnilegasta hljómsveitin á íslensku tónlistar-
verðlaununum þetta árið og lag þeirra -Atari- var valið besta lagið. Haustið 1999 hófu þeir síðan upptökur á nýrri plötu og hlaut hún nafnið
-BMX-. En að henni komu margir mis merkilegir en ber þar helst að nefna upptökustjórann Stve Albini, sem að er þekktastu fyrir að hafa unnið
með Nirvana og Pixies. -BMX- fékk ágætis viðtökur og Ensími sýndi greinilegar að hún var komin til að vera!
Árið 2002 gáfu þeir loks út sína þriðju plötu og heitir hún einfaldlega -Ensími- og er sú plata hreinasta listasmíð!
.ZeLLa.