The Distillers

Brody Armstong –söngur, gítar
Casper- gítar, söngur
Andy Outbreak- trommur
Ryan- bassi, söngur

Distillers kickuðu seinni plötunni sinni út á markaðinn 2002 og inniheldur hún singullinn City of angels sem hefur verið í spilun á hinni sálugu RadioX. Og þótt þú hafir ekki fílað það lag þá geturu alveg tekið plötuna í sátt því þetta er angry pönk rokk eins og það gerist best (Að mínu mati). Margir hafa ruglað Brody við Courtney Love og er alveg hægt að segja að þær hafa líkar raddir. Ég hef ekki hlustað mikið á Hole nema kannski singlanna þeirra en mér finnst Distillers betri en Hole. Ég las einhverns staðar að Brody væri gift Tim úr Rancid. En Brody er með eina flottustu rödd sem ég hef heyrt í langan tíma. Ekta pönk rödd og útlitið auðvitað eftir því.
Ég veit ekki hve oft ég hef hlustað á þessa plötu en ég fæ aldrei leið á henni og hentar hún vel sem pickmeup eftir leiðinleg dag.

Im a first timer, so go easy on me!
________________________________________________