Nú eitt sem er að fara smá í taugarnar á mér..

Það er það hvað það er í tísku að kalla alla sem hugsa eitthvað smá um útlitið “HNAKKA”. Í útvarpsþættinum Zombie er mjög mikið talað um þetta.

Ég hlusta á rokk og tel mig vera rokkara, enn ég hef engann áhuga á því að líta út eins og rokkari. Ég versla í 17 enn ekki spútnik. Ég fer í klippingu á Toni&Guy. Er ég “HNAKKI”?.

Ekki misskilja mig þegar ég er að segja að þetta sé glatað. Það eru til “HNAKKAR” enn mér finnst þetta orð vera notað full mikið, ef maður á diesel buxur og ekkert úr spútnik þá er maður sjálfkrafa orðinn hnakki.

Er einhver sammála mér hérna eða er ég að skjóta mig í fótinn? :)

Kv Jökull