Ég held ég sé ekki að rugla, mér heyrðist vera sagt á X-inu að það væri eitthvað með þeim kl.22:00 í kvöld á X-inu. Veit ekki meira, en mæli með að fólk tékki á þessu. Þetta var í fyrsta skiptí sem ég stilli inná X-ið 9.77 og hljómuðu þar mögnuð lög eins og Tomorrow með Silverchair, sem ég hef aldrei heyrt í útvarði áður og ég var ógeðlsega glaður þegar ég heyrði þetta í útvarpinu. Svo kom Aneurysm með Nirvana og það er sko gott lag. Ekki hlustaði ég á meira í þetta skiptið en svo seinna um daginn stillti ég á 9.77 og þá var Bitter End með Placebo rétt að byrja, á eftir laginu komu svo þessi skilaboð um e-ð kl.22 í kvöld, en ég náði ekki öllu sem hann sagði :/ …….á þeim stutta tíma sem ég hlustaði á 9.77 dag heyrði ég þjú góð lög og tel ég það vera nokkuð gott, reyndar kom Brake Stuff með Limp Bizkit á eftir Bitter End, en hey….þeir verða nú að gera sem flestum til geðs. Þetta er nú einusinni útvarpið.

Allavega vona ég að mér hafi ekki misheyrst þarna í dag með Placebo í kvöld : )