Já, kæru hugarar.. Nú hefur það verið staðfest að Damon Albarn og félagar ætla að heiðra Roskilde hátíðina með nærveru sinni og er það án efa tilhlökkunar efni enda ný plata með Blur rétt handan við hornið og fyrsti singullinn kominn í spilun í útvarpi og verð ég að segja að hann kemur skemmtilega á óvart.

Einnig hef ég orðið örlítið var við orðróm fólks um að Sigurrós kunni verða á Roskilde en hef ekki lesið það neinsstaðar svo það er bara orðrómur og ég sel það ekki dýrar en ég keypti..:) Svo er óvíst með Björk en tilkynningin um að hún verði á Roskilde hefur verið tekin af heimasíðu hennar en ég held að það sé bara vegna þess að forráðamenn Roskilde eru með stefnu um að tilkynna engann atburð fyrr en skrifað hefur verið undir samninga. Og umboðsmenn Bjarkar og hátíðarinnar höfðu einungis átt í viðræðum um komu hennar… en ég held hún komi.. vona það allavega..

E.S. Þeir sem kíkja á roskilde síðuna hér á hugi.is/rokk geta lesið þar efst eftirfarandi setningu…: (hugi.is/rokk mun reyna að vera með hnit miðaðar og vel uppfærðar upplýsingar um hátíðina hér) …það gengur ekki mjög vel hjá þeim eða hvað..? Allavega vantar þarna alveg helling af böndum sem hafa bókað komu sína. Þess vegna hvet ég fólk til að fylgjast heldur með á www.roskilde-festival.dk eða www.uradio.dk/roskilde/ …á þessum vefjum geta áhugasamir fundið allt það nýjasta..
<br><br>eitthvað gáfulegt…