Ég ákvað bara að segja þeim sem ekki vita að það er útsala á geisladiskum í Hagkaupum í Smáralind. Þetta hljómar ekkert alltof vel en…..það er samt ágætis úrval af diskum þarna. Ber þar að nefna að allir Placebo diskarnir eru þar og kostar stykkið 999kr. sem er ekki dýrt finnst mér. Svo eru þarna Led Zeppelin, Black Sabbath, Nirvana, Silverchair, Guns n' Roses og Deep Purple að mig minnir. Svo eru auðvitað mikið fleiri diskar þarna. Mér finnst allavega snilld að Placebo diskarnir séu þarna, einnig var Vindar og Breytingar þarna með Sign og kostaði einnig 999kr.
Legg til að fólk kíki á þetta :D