Þið hafið heyrt sögur um hvernig helstu tónlistarafrek sögunar voru samin. Ef þau voru ekki samin í einhverri vímu þá gerðist jafnvel svoleiðis að maðurinn vaknar um miðja nótt með snilldaverk tilbúið í hausnum sem maður verður að klára svo það glutrist ekki niður aftur.
´
Ég var að lesa svona reynslu frá John Lennoni heitinum þegar ryfjaðist upp fyrir mér atvik sem gerðist í haust.
Mig hafði verið að dreyma ákaflega, furðulega drauma og vakna augnblik í fáranlegu skapi úm miðja nótt. Út undan mér í þögninni heyri ég þvílíkt grípandi laglínu sem lýsti nákvæmlega skapinu í mér. Hálf ruglaður gríp ég gítarinn og byrja að spila… spila og spila. Þetta var snilld. Ég samið lög áður, en aldrei svona beint frá hjartanum, eitthvað sem gæti lifað, heldur öllu frekar bara æfingar á getu minni. En þessa nótt var annað upp á teningnum, ég var hand viss um að í höndunum hefði ég meistaraverk og ég heyrði nákvæmlea 8þótt ég væri hálf sofandi) hvernig lagið skyldi þróast. Með lagið í eyrum mér sofna ég aftur.

Vakna síðan hálf sex morgunin eftir til að fara í skólan til þess að taka próf og var búin að steingleyma þessu.
Þar til nú… En lagið man ég ekki hvernig var, ég býst við því að mannkynið verði því miður svipt þeirri reynslu að fá að upplifa það með mér :(<br><br><img border=“0” src="http://www.skyjaborg.is/HTM/mynd/nologo.jpg"