Jæja, ég hef verið að pæla í laginu Revolution 9 með The Beatles, þetta lag er frábært að mínu mati, sumir sem ég þekki segja að það sé tóm sýra, eða bara einfaldlega að þeir höndli það ekki. Alla vega, það sem mér finnst um þetta lag er, það er kaos, en það sem heldur því frá því að fara í tómt kaos eða sýru er þessi rödd, þessi líka frábæra rödd sem endurtekur “number nine, number nine” þetta heldur einhvern vegin utan um lagið það byrjar það og lokar því, einhvern vegin ég get samt ekki alveg útskýrt það sem ég er að hugsa. Ef maður lifir sig vel í lagið þá er eins og maður sé gaur sem er á einhverjum stað þar sem fullt af hlutum fara um frá mismunandi stöðum og tímum, en svo að maður týnist ekki alveg í þessu flóði þá er þessi gaur, sem segir “number nine, number nine” og passar upp á að maður týnist ekki í þessu flóði og kaosi.
Alla vega, þá er þetta mín skoðun og tilfining um þetta lag.

Og núna spyr ég, hvað finnst ykkur um þetta lag?

Endilega svarið

Kærar kveðjur
Klængs