Hef verið á nettu nostalgíutrippi upp á síðkastið í plötuspilun. Fór í gegnum eitthvað af gömlu Cure snilldinni. Hef komist að þeirri niðurstöðu að Pornography ER besta platan þeirra. Gat ekki áður gert upp á milli Kiss me…, Disintegration og Bloodflowers. Pornið er örlítið betra svei mér þá. Kom út ´82 held ég og eldist vel þrátt fyrir nett hallósyntha út um allt. Mjög dimm sem fyrr. Bjögunin sem umlykur plötuna er stórfengleg. Þetta er sko kuldanýbylgja og slær við flestu af tilgerðarpoppi dagsins í dag við. Þegar “A hundred years” byrjar er maður bara kominn í náttfötin upp á Esju…. en síðan rúllar “A short term effect” og þá hefur maður fundið skúr til að hlýja sér aðeins. Framhaldið er skothelt. Stórfengleg plata og höfum það í huga að ég hef aldrei verið Cure-fanattikk þó mér hafi alltaf fundist þeir góðir…