Ég er aðeins að velta fyrir mér hver í ósköpunum sé tilgangurinn með þessu rokk trivia! það hefur komið fram hér á síðunni að þáttaka hafi verið frekar slök og síðast var það svo slæmt að enginn sendi inn svör. þegar litið er á spurningarnar ætti það ekki að koma á óvart, það mætti halda að miðaldra karlmaður var unglingur í kringum 1970 hafi samið þær enda eru þær nánast allar um það tímabil, sífellt verið að spyrja um bítlana, led zeppelin og who. ekki það ég sé eitthvað að setja út á þessar hljómsveitir, en kannski hefur fólk bara engan áhuga á því að svara spurningum um tónlistarmenn sem voru flestir dauðir löngu áður en það fæddist.

Sem dæmi tek ég spurningarnar í nýjasta Rokktrivíanu

Hverjum tileinkaði Eric Clapton lagið Layla?
Hvert er rétt nafn listamannsins Bob Dylan?
Hvað verður Jimmy Page gítarleikari Led Zeppelin gamall í ár?
Hvaðan fékk hljómsveitin Lynyrd Skynyrd nafnið sitt?
Hvaða bítill var ekki með yfirvaraskegg á coverinu af hljómplötunni ,,let it be''?
Hver var upprunalegi trommari The Who?
Hver lét lífið í London þann 18 September, 1970?
Árið 1985 kom hljómsveitin Led Zeppelin aftur saman á tónleikum(live-aid). Hver kom í stað Bonham?
Í hvaða hljómsveit er litli bróðir Rob Zombie?
Í hvaða kvikmynd var lagið Eye of the Tiger?

… og nú spyr ég: hvað eru margar spurningar sem fjalla um tónlist í dag eða síðustu 15 árin?