Hljómsveitin Moonstyx hefur verið starfandi í tæplega ár og hefur aðeins komið einu sinni fram opinberleg en nú þegar komin með lag í spilun á Radio X sem heitir ,,Damage the Dark“
Hljómsveitin verður þó með tónleika á Vídalín 19. nóvember ásamt einhverjum snillingum.
Fyrsta breiðskífa þeirra,,The Day After tomorrow” kemur út í kringum 14. nóvember og um það bil viku seinna verða útgáfutónleikar. sveitin spilar tónlist sem best væri hægt að lýsa sem melódísku alternative rokki. Helsti galli sveitarinnar er yfirmátahallærislegt “look” enda flestir úr sveit (nema kyntröllið Þór Óskar sem lengi hefur verið talinn besti óuppgövaði gítarleikari Íslands) en í tónlist Moonstyx ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Spennandi verður að fylgjast með Moonstyx því eitthvað segir mér að þeir muni setja svip sinn á íslenska tónlistarlífið