Muse Muse eru:
Matthew Bellarny (söngur, gítar, píanó/hljómborð)
Dominic Howard (trommur)
Chris Wolstenholme (bassi)


Muse segjast spila mjög einstakt rokk sem er ekki eins og Slipknot heldur líkara Queen. Þetta er svona tónlist sem á eftir að lifa lengi og vera spiluð mikið um ókominn ár. Enda ekki furða þar sem aðal áhrifa valdar sveitarinna eru gruggrokksdrengirnir í Nirvana og hið klassíska tónskáld Wolfgang Amadeus Mozart.
Þetta byrjaði allt þegar þrímenningarnir hittust í South Devonshire town of Teignmouth þar sem þeir byrjuðu að spila saman eftir að hafa yfirgefið heimabæi sína Cambridge, Manchester og Rotherham. Þeim gekk ekki mjög vel til að byrja með enda er bærinn sem þeir höfðu búsetu í lítill sveitabær og fáir staðir til að spila á. Þeir ákváðu þá að taka þátt í “Battle of the bands” sem er svipuð keppni og músíktilraunir í Bretlandi. Þeir höfðu ætlað að dissa dómarana þarna og sýna þeim hve asnalegir staðlar væru í þessari keppni og hve mikið þeir væru að láta tónlistarmenn halda af sér til að gera þeim til geðs. Þeir mættu allir “meikaðir” og létu illum látum á sviðinu og eyðilögðu flestar græjurnar þarna. En þeim til mikillar undrunar unnu þeir keppnina og á þeim tímapunkti byrjuðu þeir að taka sig alvarlega.
Eftir þessa keppni var þeim bðinn samningur hjá útgáfufyrirtækin Taste media og hann var þess valdur að þeir fengu fleiri “gig”. Eftir einhver tónleikahöld var þeim boðinn samningur hjá CMJ í Bandaríkjunum. Tónleikar þeirra sem ollu mestum áhrifum voru Mercury Lounge. Eftir þá fóru þeir til Santa Monica Pier, síðan Motor í Þýskalandi síðan Naive í Frakklandi en síðast Mushroom í bretlandi.
Þeir voru orðinr frekar þekktir en þá ákvað umboðsmaður Radiohead að taka þá að sér því hann var yfir sig hrifinn af tónlist þeirra, reyndar eins og margir aðrir. Fyrsti singullinn þeirra sem komst inn á lista í Bretlandi var Uno.
Þeir tóku Showbiz, frumraun þeirra upp og kom hann út 1999 en hann fékk ekki mjög góða dóma frá gagnrýnendum og komst ekki í eins mikla spilun og vonast var til, en Muse er nokk sama um hvað öðrum finnst og var því sama um þessa vondu gagnrýni og hédu áfram að gera sína tónlist sem hafði góð áhrif því þá kom meistaraverk þeirra Origin of simmetry 2001. Hún fór mjög vel í gagnrýnendur og komst hver einasti singull inn á topp 20 í Bretlandi en þeir eru: New Born, Plug in Baby, Hyper music og Bliss.
Muse eru búnir að vera mikið umtalaðir un þessar mundir og eru búnir að spila á mörgum stórum tónleikum og hafa náð því marki að spila á live Mtv tónleikum. Nýútkominn diskur þeirra, Hullabaloo er tvöfaldur og inniheldur annar diskurinn nýtt efni sem er talsvert þróaðra heldur en Origin of Simmetry en þar má meðal annars finna Hyper music í miklu hægara formi. Hinn diskurinn annars vegar live tónleika upptökur frá Showbiz og Origin of Symmetry ásamt singulnum Deadstar sem er mjög úthugsað lag.Muse eru í miklum tónleikahöldum og munu halda áfram um ókomna tíð.

hope u enjoyed.

kv. Past