TOOL eru: Maynard James Keenan (raddir), Danny Carey(Trommur), Adam Jones(Gítar), og Justin Chancellor(Bassi). Fram að 1995 var Justin ekki heldur Paul D\\\'Amour að plokka bassastrengi.

Ég ætla aðeins að fjalla um sögu hljómsveitarinnar TOOL. TOOL var stofnuð árið 1990 í Los Angeles þegar Danny Carey og Paul D\\\'Amour hittu Adam Jones og Maynard James Keenan. Danny hafði verið að snuðrast í kringum Tom Morello í Rage Against the Machine og kynntist Maynard í gegnum hann. Danny hafði verið að spila eitthvað fyrir Green Jelly sem áttu Three Little Pigs slagarann hér fyrir mörgum árum en fyrir utan það hafði hann ekki spilað að alvöru í öðrum frægum hljómsveitum. Adam Jones var á þessum tíma að vinna mikið í bíómyndafíguru skúlptúrum (dæmi um það er vinna að Predator 2, Terminator 2 og Jurassic Park). Adam var ekki einn um furðuleg áhugamál því Maynard var eitt sinn í strangri herdeild en vann á þessum tímapunkti við að skreita gæludýrabúðir samkvæmt Sheng Fui list. Nafnið á hljómsveitinni er talið vera dregið frá reynslum Maynards í hernum (orðið TOOL er slangur þar yfir einhvern sem blindandi fer eftir öllum reglum sama hvað það kostar). Semsagt TOOL voru nú komnir með sitt fyrsta line-up og túruðu með hljómsveitinni Rage Against the Machine, Fishbone og Rollins Band en alltaf sem upphitunarhljómsveit. Svo árið 1993 fengu þeir sviðið sjálfir á Lollapalooza þar sem þeir slógu algjörlega í gegn.
Árið 1995 rétt fyrir Ænima kemur svo Justin Chancellor í hljómsveitinni Peach til sögunnar. Peach gáfu út Giving Birth to a Stone en Adam Jones gerði umslag fyrir hann í endurútgáfunni. Justin var boðið í hljómsveitina en reyndist þetta boð honum erfið ákvörðun. Peach var nýhætt og var Justin að stofna nýja hljómsveit með góðum vini sínum gítarleikaranum úr Peach. Á endanum gerði hann sér grein fyrir því að hann gat ekki hafnað svo góðu boði og var þá TOOL line-uppið komið með nýjan bassa.
Þannig byrjaði semsagt hljómsveitin TOOL en nú fjalla ég aðeins um plöturnar sem þeir hafa gefið út. Fyrsta plata þeirra var Opiate og kom út 1992. Titillinn vitnar í kenningar Marx \\\“Religion is the opiate of the masses\\\” en TOOL leggja stórkóstlega áherslu á að fólk hugsi fyrir sig sjálft og láti ekki stjórnast af öðrum. Platan inniheldur einungis sex lög sem eru flest prýðileg. Opiate og Jerk-Off eru þar best að mínu mati. Platan Undertow kom svo út 1993 ári síðar. Hérna er um alvöru plötu að ræða með 10 frábærum lögum. Lög sem standa upp úr hér eru Prison Sex, 4°, Intolerance og disgustipated þó að öll séu góð. Prison Sex er víða talið fjalla um æsku Maynards en ég læt þar við sitja í þessum pistli og bendi á að fólk lesi textann í tengslum við faðir hans.
Eftir að Undertow kom út skipti TOOL um bassaleikara eins og fram kom. Platan Ænima (borið fram anima; ) leit dagsins ljós árið 1996. Þessi plata hefur að geyma 15 lög hvert öðru betra. Það er enginn vafi á að því að Ænima er meistaraverk í sínum flokki og ein af þeim allra bestu frá upphafi. Hljóðfæraleikur, söngur, textar, lagasmíðir eru allar til marks um snilld og líf í tónlistariðnaði nútímans. Nú loks þegar aðdáendur voru komnir á lagið þurftu þeir að bíða því útgáfufyrirtækið lögsótti þá og voru miklar deilur sem stóðu yfir í langan tíma. Í millitíðinni var Salival gefin út með DVD sem hafði að geyma myndböndin þeirra. Salival er einskonar safngripur fyrir aðdáendur TOOL en á honum er að finna ýmislegt gotterí fyrir hörðustu aðdáendurna.
Eftir réttarhöld og deilur sem fóru frekar vel var komið að meistaraverkinu sjálfu. Að mínu mati mesta og besta verk TOOL frá upphafi kom út árið 2001. Platan var nefnd Lateralus en orðið er dregið af vöðva í fætinum sem er bráðnauðsynlegur til að geta staðið. Platan er rétt rúmlega 79 mín að lengd þar sem snilli setur svip sinn á hvert lagið á eftir öðru. Þessi pistill mun ekki fara í gegnum plötuna þó mig langi óttalega til þess. Þetta er að mínu mati besta plata veraldar og látum þar við sitja.

Hliðarverkefni hjá TOOL eru nokkur og vel þess virði að nefna.
A Perfect Circle er langfrægasta (allavega besta) side projectið í rokkinu. Billy Howerdel samdi fullt af brilliant lögum sem Maynard leist svo vel á að hann ákvað að skella sér í aðra hljómsveit á meðan á réttarhöldum stóð. Tjekkið á disknum \\\“Mer de Noms\\\” (haf af nöfnum).

TOOL hafa skapað sér sérstöðu í dag. Þeir hunsa algjörlega það sem hefur gleypt mikið af tónlistariðnaðinum í dag og hugsa meira um lögin og textana heldur en peningana sem þau eru virði. TOOL eru stórveldi í harða rokkinu með frábæran textahöfund og grafíska hæfileika. Eitthvað sem margar frábærar hljómsveitir vantar að mínu mati. Adam Jones gítarleikarinn sér um alla grafík í hljómsveitinni og þar með talið er sviðsmyndin á tónleikum og leikstjórn á myndböndum. Adam Jones er ótrúlega hæfileikaríkur maður sem hefur gert TOOL að einni sérstökustu hljómsveit bransans; hann virðist gera sér grein fyrir mikilvægi grafísku hliðarinnar og hversu mikið hún getur gert fyrir hljómsveitir. Þar með hefur TOOL bætt við annari vídd þar sem þeir hafa skapað sér sérstöðu.
Textar TOOL er yndislegt lesefni. Maynard skrifar frábæra texta sem fjalla oft um samskipti manna (sérstaklega á Mer De Noms og Lateralus) og er alltaf jafnfrábært þegar maður getur tengt texta við reynslur úr lífi sínu. Greindin í manninum skín.

Að lokum vil ég benda á <a href=\\\"http://toolshed.down.net\\\">http://to olshed.down.net</a> sem frábæra uppsprettu upplýsingu um TOOL.